Heilsuráðgjöf

Heilsuráðgjöf og lífstílsbreytingar

Ég hef alltaf haft gaman að búa til og elda mat. Á mínum yngri árum vann ég í fleiri ár í eldhúsum í Danmörku og á Englandi þar sem eingöngu var eldaður grænmetismatur.

Þegar ég stundaði nám í Bandaríkjunum var eitt af faginu mínu næringarfræði og bý ég enn að því í dag að hafa þjálfað mig í því.

Hver er svo ástæðan fyrir þessari tegund matar sem ég nota í dag ?

Hugmyndin er sú að geta spornað við sjúkdómum og jafnvel ná lækningu með breyttu mataræði.

Sjálf kem ég frá fjölskyldu með mikla gigtsjúkdóma þar sem margir voru fatlaðir vegna sjúkdómsins.

Fyrir nokkrum árum heimsótti ég foreldra mína í Danmörku. Faðir minn var afbragðs kokkur, sem gerði mat eins og bestu veitingastaðir gera. Bornir voru fram ilmandi réttir, léttsöltuð nautakjöt ásamt piparróta mjólkursósu, allt þetta bragðaðist eins og draumur. Um nóttina vaknaði ég við verki í fingrum eins og hnífur hafði stungist í liði. Ljóst var að áhrif matarins voru afar neikvæð fyrir. Ég var á þeim tíma búin að sneiða fram hjá mat, sem gat valdið svona verkjum. Í dag borða ég ekki kjöt og fisk bara með nokkra vikna millibili, og finn ekki fyrir neinum verkjum dags daglega.

Ef þú upplifir slík vandamál er sniðugt að sneiða fram hjá svínakjöti og nautakjöti og öllum mjólkurafurðum.

Sem sjúkraþjálfari og ráðgjafi hef ég veitt fræðslu um þetta um árabil. Margir hafa breytt um lífstíl og náð verulegum bata, ef fólk með gigt sleppti ofannefndum matartegundum er hægt að bæta líðan verulega. Afhverju ekki að losna frekar við verki og vanlíðan, og skoða það að gerast vegan? Það er að borða eingöngu jurtafæði! Enginn hefur sagt að það þurfi að að gerast á einum degi, en markmiðið er gott að hafa og vinna svo að þessu!

Móðir mín sem er orðinn 89 ára gömul og með ellihrörnun, hefur verið á hjúkrunarheimili í Danmörku í 3 ár, hún fluttist til systur minnar, sem er hjúkrunarfræðingur, 24 ágúst 2014.

Eins og margir aldraðir var mamma mín á lyfjum við ýmsum kvillum, meðal annars verk í baki og hné, eftir segulómun kom í ljós miklar slitbreytingar í mjóbaki.

Lyfin sem hún þurfti að taka inn voru 2 stk. Furix bjúgtöflur, 2 stk. 750 mg kalorid, 6 stk. 500mg panódíl, ásamt morfín plástrum Norsan Buprenorphin, sem áttu að skila henni 5 microgram á klukkustund, allann sólarhringinn og einnig taka inn 100 mg Metropolol gegn hjartarsláttartruflunum. Þegar hún var vigtuð síðast á hjúkrunarheimilinu var hún 66 kg en hún er aðeins 149 cm á hæð.

Systir mín sem borðar einungis jurtafæði, og gaf mömmu okkar eins fæði, einnig er hreyfing, útivera og svefninn kominn í gott horf, og ekki má gleyma miklum kærleik. Strax eftir einn mánuð var mikill munur á mömmu. Nú eru tæp tvö ár líðinn, mamma komin niður í 50 kg og er laus við alla töflur! Læknirinn var eitt stórt spurningamerki og spurði systur mína, hvað gerðir þú???

Við veitum þér ráðgjöf, stuðning og sýnikennslu—byrjaðu núna.

Hafðu samband

Sonja Riedmann